(IS) Stjarnan - Afturelding 3-0, su visir.is, http://www.visir.is/, 22 settembre 2014. URL consultato il 22 settembre 2014.
«Stjarnan varð í kvöld Íslandsmeistari annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum.
Liðið vann þá 3-0 sigur á Aftureldingu. Stjarnan er því búin að tryggja sér titilinn þó svo ein umferð sé eftir af mótinu. Þetta lið er einfaldlega langbest á Íslandi enda tvöfaldur meistari í fyrsta skiptið.
Það var einhver meistaraskrekkur í liðinu framan af. Leikmenn virkuðu stressaðir. Sendingar ónákvæmar og liðinu gekk ekkert að búa til færi.
Markalaust í leikhléi en í síðari hálfleik fór Stjarnan að sýna sítt rétta andlit. Harpa Þorsteinsdóttir kom liðinu yfir þegar rúmar 20 mínútur voru til leiksloka.
Þá var eins og þungu fargi væri létt af liðinu og það fór að spila sinn bolta. Harpa bætti við tveim mörkum í viðbót og er því búin að skora 27 mörk í 17 leikjum.»